Fréttir

20 jún. 2005

Veiðidagur fjölskyldunnar Sunnudaginn 26. júní

Landssamband stangaveiðifélaga hefur staðið árlega fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar á annan áratug. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Þarna gefst fólki tækifæri til skella sér í veiðitúr og njóta þess að renna fyrir fisk.

Það heyrist stundum sagt að stangaveiði sé dýrt sport og kaupa þurfi rándýran veiðibúnað og enn dýrari veiðileyfi í laxveiðiár sem ekki sé á allra færi. Þetta þarf þó ekki svo að vera. Víða er að finna ódýr og aðgengileg silungsveiðivötn Enda er stangveiði ein vinsælasta afþreying Íslendinga og er talið að yfir 80 þúsund manns stundi stangveiði hér á landi. Fjöldi stangaveiðifélaga er starfandi í landinu og margir ferðaþjónustubæir hafa á boðstólum veiði í vötnum eða ám. Þá eru veittar gagnlegar upplýsingar í ýmsum blöðum, bæklingum og vefsíðum. Má þar nefna Sportveiðiblaðið, Veiðimanninn og vefsíðurnar www.svfr.is, www.lax-a.is, www.agn.is, www.angling.is, www.votnogveidi.is auk fjölda annarra.

Veiðidagur fjölskyldunnar er núna í ár þann 26. júní 2005  

Hægt er að fá uppl. um veiðistaði sem eru í boði á vef LS sem er með heimasíðuna:  http://www.landssambandid.is/

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.