Fréttir

12 maí 2005

Kynning á Skagaheiðinni í kvöld

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi! Í kvöld kl. 20.00 verður kynning á Skagaheiðinni í félagsheimili SVAK á Oddeyrartanga. Því miður forfallaðist á síðustu stundu snillingurinn sem við höfðum treyst að sæi um kynninguna en í staðinn ætlar formaðurinn, Ragnar Hólm Ragnarsson, að fara yfir veiðikosti á Skagaheiði í máli og myndum. Sem gefur að skilja verður einna helst fjallað um þau svæði sem Ragnar þekkir best en hann hefur þó undir höndum ýmis forvitnileg gögn úr smiðju Pálma Sigurðssonar sem þekkir heiðina eins og lófann á sér og hefur veitt þar í áratugi. Þeim gögnum verður dreift til áhugasamra á fundinum. Félagar, fjölmennum stundvíslega og tökum með okkur gesti. Allir velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
30.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.