Fréttir

03 maí 2005

Feykna góð mæting á fyrra kvöldið í kastkennsluna

Hátt í 30 manns létu sjá sig í gærkveldi í Íþróttahöllinni, bæði byrjendur og lengra komnir, aðalkennari var Erling Ingvason en Pálmi forfallaðist á síðustu stundu en verður örugglega með í kvöld og þá á sko að taka á því eins og hann sagði.  Simensbúðin lánaði okkur breiðtjaldsjónvarp og nutu menn þess vel að horfa á köst og veiði í svo flottum gæðum og þökkum við þeim Simensmönnum kærlega fyrir aðstoðina. Hornið, veiðiverslunin í Sunnuhlíð fær einnig bestu þakkir fyrir að lána okkur stangir í gærkveldi. Félagar kíkkið við í kvöld (enginn bolti ) og prufum stangirnar frá Þórði í Sjóbúðinni og hittið félagana, kveðja fræðslunefnd.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.