Fréttir

29 apr. 2005

Flugukastnámskeið í næstu viku

Áður auglýst flugukastnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna verður haldið í íþróttahöllinni v/Skólastíg næsta þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá 20-22.

Pálmi Gunnars verður aðalkennarinn með hjálp góðra manna úr SVAK. Útivistar- og veiðimiðstöð Norðurlands verður með kynningu á stöngum og öðrum búnaði fyrra kvöldið og svo Sjóbúðin það seinna en báðir þessir aðilar lána okkur stangir á námskeiðið. Námskeiðið kostar 2.000 kr. fyrir byrjendur bæði kvöldin og hjón greiða 3.000. Fyrir þá sem bara þurfa að rifja upp og bæta sig er hægt að taka bara eitt kvöld í einu og greiða 1.000 kr. hvort kvöld. Á fimmtudag, uppstigningardag, verður svo farið að Ljósavatni ef veður leyfir og er mæting þar kl. 13 fyrir þá sem viðja fá tilsögn Pálma við vatnaveiði og síðan verður skroppið niður að Djúpá og þar verður farið í veiði í straumvatni.

Sem sagt, látum nú hendur og stangir standa fram úr ermum, með eða án sultardropa, látum vini og kunningja vita svo að margir mæti og sjái hvað félagið hefur upp á góðan félagsskap að bjóða.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.