Fréttir

26 apr. 2005

Veiðileyfi á veiðisvæðum Flugunnar

Náðst hefur samkomulag á milli Stangaveiðifélags Akureyrar og Flugunnar á Akureyri um að félagsmenn SVAK njóti sömu kjara og félagar Flugunnar á þeirra veiðisvæðum sumarið 2005.

Eru þetta miklar gleðifregnir, enda er helsti tilgangur SVAK að þjappa mönnum saman í baráttunni, þá bæði í formi veiðileyfaframboðs og ekki síst með öflugu fræðslu- og félagsstarfi. Jákvætt viðhorf hefur verið allsráðandi og hefur SVAK verið í góðu samstarfi við Flúðir um veiðina í Fnjóská, ásamt því að bjóða upp á veiðileyfi frá fleiri aðilum.
Nú fögnum við samstarfi við Fluguna og af þessu tilefni ætla Flugumenn að halda kynningarkvöld á veiðisvæðunum sínum núna í maí, nánar auglýst síðar. Veiðisvæði Flugunnar eru Hölkná í Þistilfirði, Blanda 4 og Presthvammur í Laxá í Aðaldal. Í boði eru spennandi dagar og fylgja veiðihús öllum veiðisvæðunum þar sem veiðimenn hafa sína hentisemi.
Myndir og fleira frá veiðisvæðunum má finna á vefsíðu Flugunnar, www.veidileyfi.is

Nánari upplýsingar má finna á veiðileyfasíðu eða með því að senda tölvupóst á svak@svak.is. Bent er á að verðlisti og yfirlit yfir daga fylgja næsta fréttabréfi sem berst félagsmönnum fyrir helgi.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.