Fréttir

15 apr. 2005

Gjaldfrjálsa gæðaflugan

Á árlegum samráðsfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í síðustu viku færði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra í Reykjavík, nýja veiðiflugu sem Kristján gaf á staðnum nafnið "Gjaldfrjálsa gæðaflugan". Nafnið er með beina tilvísun í slagorð Akureyrarbæjar "Öll lífsins gæði" og einnig vísar það til umræðna um gjaldfrjálsa leikskóla þar sem Akureyrarbær hafði frumkvæðið.

Í ræðu sinni sagði Kristján Þór meðal annars: "Aldur er afstætt hugtak og stundum viðkvæmt í umræðu. Og þar sem ég veit að við borgarstjóri, Steinunn Valdís, eigum það sameiginlegt að hafa ekki bara áhuga á þeirri orku sem ná má út úr vatnsföllum, heldur einnig þeim fiskum sem ná má úr straumum þeirra - með flugu á færi - þá langar mig að lokum að sæma hana flugu Akureyrarbæjar sem kölluð er "Gjaldfrjálsa gæðaflugan" með tilvísun í slagorð bæjarins og ýmislegt fleira. Flugan er hnýtt af Jóni Braga Gunnarssyni og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún mun reynast Steinunni vel við opnun Elliðaánna í júníbyrjun." Jón Bragi er sem kunngt er gjaldkeri SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.