Fréttir

05 apr. 2005

Kastkennsla á vegum SVAK

SVAK mun á næstunni standa fyrir flugukastkennslu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Við óskum eftir því að þið sem hefðuð áhuga á kennslu og tilsögn fyrir ykkur eða makann eða unglingana á heimilinu, látið okkur vita. Kennd yrðu undirstöðuatriði í flugukasti en einnig flutt almenn fræðsla um það hvernig veiðin er stunduð, mismunandi stangir og línur og það sem þarf til að byrja að veiða. Sendið mail á Rúnar Þór myndrun@myndrun.is og þá sjáum við hversu margir hafa áhuga og gerum svo eitthvað skemmtilegt í framhaldinu. Fyrir lengra komna fáum við Pálma Gunnarsson til að kenna, vonand fáum við líka tækifæri til að kynnast Henrik Mortensen en hann verður hér seinnipartinn í apríl í samvinnu við Sjóbúðina. Skráið ykkur og ykkar fólk sem fyrst hjá Rúnari Þór á netfangið myndrun@myndrun.is.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.