Fréttir
29 mar. 2005
Breyting á dagskrá - Dr. Jónas á fimmtudagskvöld
Eins og áður hefur verið sagt frá var flugi skyndilega aflýst vegna veðurs er Dr. Jónas ætlaði að heimsækja okkur þann 17. mars síðastliðinn.
Nú á að gera aðra tilraun, og veðurstofan spáir þokkalegu veðri í vikunni.
Dr. Jónas ætlar því að mæta í félagsheimili SVAK á fimmtudagskvöldið 31. mars og segja veiðisögur og kynna skemmtilegar nýjungar. Allir velkomnir. |
|
Dr. Jónas á fimmtudagskvöldið 31. mars. Einn þekktasti fluguhnýtari landsins, Dr. Jónas Jónasson, þekktur fyrir netverslunina www.frances.is verður með kynningu á fimmtudagskvöldið 31. mars í félagsheimili SVAK kl 20.00. Jónas ætlar að segja frá veiðiferð til Argentínu nú í vetur þar sem hann var við veiðar á Dorado. Síðan mun Jónas spyrja “Hefur þú veitt á Hauskúpu”. Þar mun Jónas kynna nýjar athyglisverðar silungaflugur sem vakið hafa mikla athygli og einnig mun hann rekja sig í gegn um margar nýjunar á vefsíðunni. Ekki má gleyma laxinum þar sem Jónas mun kynna sérþyngdar laxatúpur fyrir sumarið. Að sjálfsögðu verða hnýtingargræjurnar með í för og í lokin hnýtir Jónas nokkrar af þessum nýju flugum.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. |
Til baka
Veiðileyfi
Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.