Fréttir

18 mar. 2005

Dagskráin í félagsheimilinu

Því miður féll niður skemmti- og fræðslukvöld með Dr. Jónasi í gærkvöldi en hann heimsækir okkur innan tíðar. Og það verður nóg um að vera í félagsheimilinu hjá okkur fram á vor - því til áréttingar birtum við hér að gamni dagskrána eins og hún lítur út núna með fyrirvara um óviðráðanlegar breytingar. Minnum um leið á að skilafrestur umsókna rennur út þriðjudagskvöldið 22. mars kl. 20.00.

31. mars: Hvernig á að meðhöndla aflann? Kunnur matreiðslumeistari varar okkur við hættunum, sýnir okkur hvernig best er að meðhöndla aflann, kennir réttu handtökin við flökun og fleira. ATH: Hugsanlegt er að við fellum þennan lið niður og fáum doktor Jónas til að heimsækja okkur þetta kvöld í staðinn. Málið er í vinnslu.

14. apríl: Orri Vigfússon, Jón H. Björnsson og Jón H. Vigfússon kynna urriðaveiðar á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldal en SVAK-félagar njóta 20% afsláttar af veiðileyfum þar næsta sumar.

28. apríl: Þröstur Elliðason talar um laxarækt í íslenskum ám en hann hefur náð miklum árangri á því sviði, fyrst í Rangánum og nú síðast í Breiðdalsá.

12. maí: Þeir sem þekkja Skagaheiðina vita að þar er að finna sannkallaða veiðiparadís og þangað er ekki langt fyrir Akureyringa að sækja. Veiðimenn sem þekkja vel til á heiðinni segja frá vötnum og veiði.

ANNAÐ:

  1. Pálmi Gunnarsson fer fyrir kastkennslu á vegum félagsins í apríl og maí.
  2. Farin verður vettvangsferð á silungasvæðin í Fnjóská undir leiðsögn kunnugra manna þegar líður á vorið.
  3. Í júní verður far í rannsóknarleiðangur í Fljótin og prófa fluguveiðar af bátum.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.