Fréttir

26 feb. 2005

"Ég fer heim og þú borgar veiðileyfið!"

Pálmi Gunnarsson hélt hressilega hugvekju hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar í gærkvöldi. Varð honum meðal annars tíðrætt um þann ósið sumra að drekka ótæpilega í veiðitúrum. Sagði Pálmi að menn yrðu að þora að standa á sínu. Sjálfur hefði hann lent í miklum drykkjuhollum og þá lesið yfir hausamótum manna. Segði hann þá gjarnan við vínsvelgina eitthvað á þá leið að þeir væru að eyðileggja fyrir honum rándýra veiðiferð og þá væri bara hægt að leggja dæmið upp sisona: Annaðhvort farið þið heim eða þá ég fer og þá borgið þið túrinn sem þið eyðileggið fyrir mér með leiðindum. Ykkar er valið! Bráðgóður lestur og tímabær hjá Pálma Gunnarssyni.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
30.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.