Fréttir

09 feb. 2005

Pálmi Gunn 24. febrúar hjá SVAK

Veiðimaðurinn góðkunni, Pálmi Gunnarsson, verður fyrsti gestur vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar, en hann kemur í heimsókn fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.00. Pálmi mun segja veiðisögur frá liðnu sumri, lýsa veiðisvæðum og gefa góð ráð varðandi fluguveiðina. Skorað er á félagsmenn alla að taka frá daginn og láta hvorki hugsanlega sjónvarpsboltaleiki né fyrirsjáanlegt vorveður aftra sér frá því að mæta.

Góð mæting var á hnýtingakvöld í nýja félagsheimilinu á Oddeyrartanga í gærkvöldi og má búast við að þar fjölgi eftir því sem nær dregur sumri. Mætið með þvinguna og takið virkan þátt í starfi SVAK.

Nýtt fréttabréf með upplýsingum um veiðileyfi og vetrarstarf verður póstlagt til félagsmanna í þessari viku ef allt gengur eftir.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pálmi Gunnarsson heimsótti SVAK síðasta vetur.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
30.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.