Félögum í Stangaveiðifélagi Akureyrar býst 10% afsláttur af veiðileyfum í Grafará við Hofsós sem er falleg 2ja stanga sjóbleikjuá. Áin er um 11 km löng og því er nóg pláss fyrir menn. Áin hefur verið að gefa á bilinu 2-500 bleikjur á sumri og hefur veiðiálag ekki verið mikið. Nú verður veiðitími frá 1. júlí til 15. september. Verð er frá 4.900-6.900 kr. á stöng dagurinn og er með gistingu á Bæ í um 4 km fjarlægð frá ánni. Þar er ágætis aðstaða, allt til alls og sérinngangur fyrir veiðimenn.
Nánari upplýsingar er að finna á www.veidimenn.is.
Áhugasamir hafi samband við Jakob Hrafnsson, netfang hans er veidimenn@veidimenn.is.