Fréttir

14 maí 2004

Hópferð í Ljósavatn á sunnudag

Ákveðið hefur verið að fara aðra hópferð að Ljósavatni á sunnudaginn kemur. Ferðin sem farin var síðast tókst með afbrigðum vel og veiddu allir eitthvað, sumir þó miklu miklu meira en aðrir, og var jafnvel talað um mok. Veiðin er best í vatninu á vorin og snemmsumars og því er um að gera að nýta sér árskortið sem best. Lagt verður upp frá félagsheimilinu okkar í Gróðrastöðinni við Krókeyri kl. 14.00 á sunnudaginn, 16. maí, og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Þannig fá þeir góða leiðsögn um vatnið hjá þeim sem þekkja þar til. Þið sem hafið sótt félagsskírteinin ykkar; munið að hafa þau meðferðis.

Þess ber að geta að í gærkvöldi flutti Bjarni Jónsson, forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar, afar gott og fróðlegt erindi um sjóbleikjuna og bleikjurannsóknir í félagsheimilinu. Kom þar margt forvitnilegt í ljós, til dæmis að um það eru dæmi ofarlega í vatnakerfum að bleikjuhængar nenni ekki að ganga til sjávar og láti bara hrygnurnar um það ferðalag. Þær verði þá enda mun stærri og hraustlegri, en það dugi að hafa "karlana" í minni kantinum.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.