Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum í SVAK veiðileyfi á sama verði og félagsmenn þess njóta. Tilboðið gildir til 15. maí en verður framlengt ef þurfa þykir. Það er margt forvitnilegt í boði hjá SVFR og ekki ónýtt að njóta þessarar velvildar hjá því ágæta félagi. SVFR er til að mynda með á leigu Svartá hér í næsta nágrenni við okkur en einnig mætti varpa fram þeirri hugmynd að félagsmenn í SVAK fari í veiðiferð til höfuðborgarinnar og reyni fyrir sér í Elliðaánum eða Korpu. Skoðið úrvalið á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur, www.svfr.is, og hafið samband við skrifstofu þess til að ganga frá kaupum á leyfum á félagaverði.