Fréttir

21 apr. 2004

Góður andi í Gróðrastöðinni

Góður andi ríkti í félagsheimilinu í gærkvöldi og var Jón Bragi í essinu sínu þegar hann sýndi áhugasömum hnýturum hver galdurinn er við að hnýta Muddler Minnow. Um 10 manns sátu við þvingurnar og hafa menn orð á því að fleiri mættu gjarnan sýna sig í Gróðrastöðinni. Fréttir af félaginu eru þær helstar að félagsskírteinin verða tilbúin fyrir mánaðamót, Bjarni Jónsson frá Hólum ætlar að fræða okkur um bleikjuna á næstunni en dagsetning hefur ekki verið ákveðin, Þröstur Elliðason kemur til okkar 6. maí með myndasýningu og eins og áður hefur komið fram, þá hefur nú verið gengið frá skriflegum samningi okkar um veiði félagsmanna í Ljósavatni næsta sumar. Við bendum félagsmönnum á að láta frá sér heyra - munið spjallborðið hér til vinstri.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.