Fréttir

16 apr. 2004

Samið um Ljósavatn

Formaður og gjaldkeri félagsins gengu á fund bænda við Ljósavatn síðdegis í gær og lögðu fyrir þá samning um veiðar í vatninu næsta sumar. Skemmst er frá því að segja að erindinu var mjög vel tekið og að Arnstapa var skrifað undir samkomulag um að félagsmenn SVAK veiði án endurgjalds í Ljósavatni næsta sumar gegn framvísun félagsskírteinis en skírteinin verða tilbúin á næstu dögum. Í samkomulaginu segir meðal annars: "1) Félögum í Stangaveiðifélagi Akureyrar er heimilt að stunda stangaveiði í Ljósavatni sumarið 2004 gegn framvísun félagsskírteinis. Þeim ber ávallt að hafa það meðferðis þegar veitt er í vatninu og framvísa því ef veiðiréttarhafar óska þess. 2) Stangaveiðifélag Akureyrar kemur upp póstkassa með veiðibók við vatnið og ber félögum sem stunda veiðar að skrá þar viðveru sína við vatnið og allan sinn afla. 3) Félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar skuldbinda sig til að ganga vel og snyrtilega um náttúruna í Ljósavatnsskarði og skilja ekkert eftir sig nema fótspor sín". Meðfylgjandi mynd var tekin við Ljósavatn í gærdag í heldur hryssingslegu veðri.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.