Fréttir

31 mar. 2004

Ljósavatn bærilega sótt

Netkönnun meðal félagsmanna á sókn þeirra í Ljósavatn síðasta sumar virðist benda til þess að sumarleyfin þar hafi verið bærilega nýtt en varla neitt miklu meira en það. Rúmlega 50 manns svöruðu tölvupósti frá stjórn félagsins og eru niðurstöðurnar í grófum dráttum þessar: Sextán sögðust hafa farið til veiða í Ljósavatni síðasta sumar, samtals 57 sinnum. Nokkrir félagsmanna létu þess getið að þeir hefðu haft með sér fjölskylduna eða börnin. Vissulega eru þetta ekki háar tölur en þeir sem hafa stundað vatnið láta vel af veiðinni þar, sérstaklega snemmsumars, og ennfremur gæti stjórn SVAK gert átak í því að kynna vatnið betur fyrir félagsmönnum og hvetja þá til að nýta sér veiðina þar. Tekin verður ákvörðun um framhaldið á stjórnarfundi núna í vikunni. Allar athugasemdir eru vel þegnar og er þá best að senda póst á svak@svak.is.

Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum þegar doktor Jónas Jónasson heiðraði okkur með nærveru sinni, sagði sögur og sýndi réttu handtökin við hnýtingaborðið.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.