Fréttir

18 mar. 2004

Vel heppnaður aðalfundur

1. aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar var haldinn laugardaginn 13. mars. Um 20 manns sátu fundinn sem þykir þokkaleg mæting í ekki stærra félagi og er e.t.v. lýsandi fyrir þann einhug sem ríkir manna á meðal. Ný lög félagsins voru samþykkt, sömuleiðis einkennismerki þess, sem Guðmundur Ármann hannaði, og loks var öll stjórn félagsins endurkjörin einróma. Í skýrslu stjórnar sagði formaðurinn Ragnar Hólm Ragnarsson meðal annars: "Hver var tilgangurinn með því að stofna nýtt félag í þeirri flóru sem hér var fyrir? Jú, þær raddir gerðust æ háværari á Akureyri að í bæinn vantaði eitt stórt félag sem væri opið öllum stangaveiðimönnum og legði meðal annars áherslu á að efla félagsstarfið og þjappa mönnum saman með fræðslukvöldum og almennu félagsstarfi af ýmsum toga. Einnig væri rík ástæða fyrir norðlenska veiðimenn að sameina krafta sína því aðeins þannig gætu þeir unnið einhverja sigra á veiðileyfamarkaðinum þar sem samkeppnin um veiðisvæðin fer nú ört vaxandi og ásókn útlendinga eykst. ... Mjór er mikils vísir og að mati stjórnar var 10 mánaða starf okkar á árinu 2003 með ágætum. Félagið er komið vel á legg og við erum stórhuga. Sjálfboðaliðastarf og fórnfýsi er algjör forsenda þess að við náum að blómstra og viljum við hvetja félagsmenn alla til að leggja félaginu sínu lið og gera veg þess sem mestan."

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.