Fréttir

17 mar. 2004

Doktor Jónas annað kvöld!

Við minnum félagsmenn alla á fræðslukvöldið með doktor Jónasi Jónassyni annað kvöld í Gróðrastöðinni. Búast má við líflegri og skemmtilegri dagskrá, eins og bréf Jónasar til SVAK-félaga ber með sér:

Ágætu Akureyringar!

Það verður sönn ánægja að heimsækja ykkur í nýja félagsheimilið ykkar í Gróðrastöðinni. Ég mun byrja á því að sýna veiðimyndir frá ferð til Argentínu nú í janúar síðastliðnum. Síðan mun ég fara í gegn um nýja vefinn minn og kynna nokkrar flugur sem ganga vel í Argentínu og alveg örugglega í sjóbirting hér á Fróni. Einnig sýni ég nýju Koparkeilurnar og hef með orginal Black Eyed Prawn (upprunalegi Francesinn).

Svo mun ég hafa með hnýtigræjurnar og hnýta meðal annars teygjuflugur og örflugur no 18. Kannski hnýti ég einnig rauðan Frances örflugu no 16. Að lokum verð ég með til sýnis nýtt taumefni sem ég mun hafa til sölu í sumar. Ævintýralega grannt miðið við styrkleika.

Hlakka til að sjá ykkur!
Dr Jónas

Dagskráin hefst kl. 20.00 annað kvöld, fimmtudagskvöldið 18. mars.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.