Nú er unnið að því að mála og fríkka upp á nýtt félagsheimili Stangaveiðifélags Akureyrar. Guðmundur Ármann, Rúnar Þór, Jón Bragi, Björgvin Harri og Ingvar Karl hafa lagt gjörva hönd á plóginn síðustu daga. María stjórnarmaður var farin þegar myndin var tekin.