Fréttir

07 jan. 2004

Gróðrastöð og fréttabréf

Stjórn félagsins er nú ásamt fræðslunefnd á fullu að undirbúa starfið á næstu mánuðum. Félagið gekk frá samningi um leigu á miðhæð Gróðrastöðvarinnar við Krókeyri á dögunum og hefur fengið lykla að húsnæðinu. Ákveðið var á stjórnarfundi í gær að frá og með næstu viku verði opið þar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Þriðjudagskvöldin verða hnýtingakvöld en fimmtudagskvöldin ætluð fyrir kynningar- og fræðslukvöld eða skrafs og ráðagerða þegar ekki er um sérstaka dagskrá að ræða. Vinnsla við dreifibréf til félagsmanna er hafin og er stefnt að því að koma því út til félagsmanna á næstu dögum. Þar verður að finna upplýsingar um vetrardagskrána og þau veiðileyfi sem í boði verða næsta sumar á vegum félagsins.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.