Fréttir

29 okt. 2003

Hafralónsá úti

Stangaveiðifélag Akureyrar bauð í Hafralónsá í Þistilfirði ásamt með Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en fékk ekki. Heyrst hefur að samið verði við einstaklinga sem buðu í ána umtalsvert meira en hún hafði verið leigð á undanfarin sumur. Ekki er vitað til þess að gengið hafi verið frá samningum en fregnir af þeim málum hljóta að berast innan tíðar.

Hafralónsá er dulmagnað vatnsfall sem gefur oft og tíðum stóra fiska, en fremur fáa þó. Þar hefur verið veitt á sex stangir og gaf áin til að mynda 294 laxa árið 2002 og slangur af silungi.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.