Fréttir

14 mar. 2003

Stofnun Stangaveiðifélags Akureyrar 3. maí

Boðað er til stofnfundar Stangaveiðifélags Akureyrar næstkomandi laugardag. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea og hefst kl. 15.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Fundarsetning, skipun fundarstjóra og fundarritara.
2. Fundargerð undirbúningsfundar.
3. Stjórnarkjör og kjör skoðunarmanna.
4. Ákvörðun um árgjald og inntökugjald.
5. Lög félagsins.
6. Önnur mál.

Allir áhugamenn um stangaveiði eru hvattir til að mæta og gerast virkir félagar frá byrjun. Þeir sem hafa skráð sig á lista yfir stofnfélaga en komast einhverra hluta vegna ekki á fundinn eru hvattir til að senda tölvupóst með nafni, kennitölu, heimilisfangi og síma til Ingvars Karls Þorsteinssonar, ingvark@nett.is, og staðfesta aðild sína að félaginu.

Undirbúningshópur að stofnun SVFA hefur ákveðið að bjóða gestum og gangandi að liðka fluguköstin sín við Leirutjörnina austan Drottningarbrautar að morgni laugardagsins eða frá kl. 11.00 ef veður leyfir.

Með bestu kveðju,
Undirbúningsnefndin

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.