Fréttir

23 júl. 2016

Góð byrjun í Ólafsfjarðará

Það er alltaf gaman þegar vel gengur í veiðinni alveg eins og í fótboltanum ;)

Ólafsfjarðará opnaði eins og venja er til um miðjan júlí en SVAK og Flugan hafa haft ána á leigu s.l,9 ár.

Heyrði í nokkrum veiðimönnum sem voru í Ólafsfjarðará og voru þeir kampakátir. Þar á meðal voru þeir Árni Júlíusson og Ásgeir Ólafsson en þeir voru við veiðar í ánni 18.júlí og fengu ríflega 20 bleikjur á stöng hvor á tæpum tveimur vöktum því báðir hættu 2-3 tímum áður en seinni vakt lauk.
Nóg vatn er í ánni og hún hefur breytt sér talsvert frá því í fyrra að sögn Árna. Hann sagði fiskinn vera kominn viða um ána og hann hafi sleppt hyljum eins og Breiðunni og Grafarhylnum því fyrir ofan þá var kominn nýr staður sem geymdi fullt af fiski. Sama var að segja um stóran hyl sem hefur myndast fyrir ofan Hringver og virtist geyma fullt af fiski.
Gamlir staðir eru líka gefa vel, má þar nefna Kálfsána og Hrúthólshylinn en þar fékk Ásgeir helming aflans og hinn helminginn í Nýjastreng. Árni nefndi einnig að Lónshylur hefði breytt sér talsvert í gegnum árin og nú eru fiskarnir aðallega neðan við staurinn við hinn bakkann þ.e ekki þjóðvegsmegin í staðinn fyrir að einu sinni var efri hluti Lónshyls aðalstaðurinn.


Höfðum einnig fregnir af veiðimönnum sem voru við veiðar úti í Ólafsfirði í morgun og voru þeir komnir með 12 bleikjur á stöng hvor. Annar þeirra Karl gjaldkeri stangveiðifélagsins Flugunnar sagði fiskinn silfraðar og vænan allt uppí 4 pund.


Bleikjuveiði hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár en vonandi er þetta byrjunin á einhverju góðu. Kvóti í Ólafsfjarðará hefur verið hár síðustu ár eða 20 fiskar á stöng en var minnkaður í 12 fiska á stöng s.l vor. Við vonum að veiðimenn virði þessar reglur og sleppi stærstu hrygningarbleikjunni ef mögulegt er.


Minnum veiðimenn einnig að skrá afla sinn í rafrænu veiðibókina okkar á svak.is eða veiditorg.is með því að skrá sig inn með netfangi og aðgangsorði en talsvert er um að veidimenn eigi eftir að skrá veiðitölur.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.