Fréttir

24 maí 2016

Vorhátíð SVAK 29.maí

Að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16.

Vörukynning frá Veiðiríkinu á Akureyri og flott tilboð í tilefni dagsins. Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugukastlistinni nokkrar útfærslur af flóknari köstum á einhendu og tvíhendu. Frábært tækifæri til að byrja læra kasta flugu eða til að læra ný köst. Við verðum með flugukastkeppni með vegleg verðlaun. Stjórnarmeðlimir SVAK kynna veiðisvæði félagsins og nýopnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg. Við munum grilla pylsur og bjóða upp á drykki á meðan hátíðin er í gangi. Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.