Fréttir

18 apr. 2016

Hörgá komin á söluvefinn

Veiðisvæði SVAK koma nú hvert af öðru inná söluvef okkar á Veiðitorgi. Að þessu sinni var Hörgáin að fara í almenna sölu.
Þó veðurguðirnir hafi aðeins spillt fyrir vorgleðinni með því að ausa yfir okkur snjó í gærkveldi látum við það ekkert á okkur fá enda verulega farið að styttast í að sum veiðisvæðin okkar opni.

Svæði 1 og 2 í Hörgá opna 1.maí og er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski til 20. maí.
Hin svæði Hörgá opna síðan samkvæmt venju 20.júní.
Öll svæði Hörgár eru opin til 30.september þetta árið nema 5a,5b og 4b.
Leyfin má nálgast á veiditorg.is.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.