Fréttir

18 mar. 2016

Ólafsfjarðará í forsölu til félagsmanna 21.mars

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna mánudaginn 21.mars milli kl 17 og 18 og verður í forsölu til 28. Mars,eftir það fer áin í almenna sölu.

Hægt er að nálgast veiðileyfi í ána á veiditorg.is eða á slóð sem birtist efst í hægra horni  hér á heimasíðu SVAK.

Aðeins verður hægt að kaupa 3 daga per hverja pöntun en skiptir ekki máli hvort um er að ræða 1 eða 2 stangir.

 

Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði.

Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng (breytt 2016) og ekki er heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga.

Aðeins eru seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum. Veiða þá tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt.

Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15 ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.

 

Til að þið getið keypt leyfi þurfið þið að byrja á að fara inná veiditorg.is í nýskráningu og búa ykkur til aðgang.

Þann aðgang notið þið síðan alltaf þegar þið kaupið veiðileyfi og til að skrá í rafrænu veiðibókina með því að fara í innskráningu.

Mikilvægt er að skrá rétt netfang í upphafi svo þið getið staðfest aðganginn sem þið fáið sendan í tölvupósti.

Ef einhverjar spurningar vakna sendið okkur póst á svak@svak.is .

 

Unnið er að nýrri heimasíðu hjá félaginu. Þegar hún er tilbúin birtast veiðileyfin þar líka eins áður. Öll umfjöllun og fréttir af  veiðisvæðum SVAK verða sem fyrr á heimasíðu félagsins og á fjésbókarsíðu Stangveiðifélags Akureyrar.

 

Það er vor í lofti :)


 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.