Til að þið getið keypt leyfi þurfið þið að byrja á að fara inná veiditorg.is í nýskráningu og búa ykkur til aðgang.
Þann aðgang notið þið síðan alltaf þegar þið kaupið veiðileyfi og/eða til að skrá í rafrænu veiðibókina með því að fara í innskráningu.
Mikilvægt er að skrá rétt netfang í upphafi svo þið getið staðfest aðganginn sem þið fáið sendan í tölvupósti.
Með tilkomu nýrrar heimasíðu hjá SVAK sem er í vinnslu birtast veiðileyfin á henni eins og áður en meðan að gömlu heimasíðunnar nýtur við er best að fara beint inná veiditorg.is til að skoða og kaupa leyfi.
Fjarðará er þegar komin í sölu á nýjum söluvef og mánudaginn 21.mars fer Ólafsfjarðará í forsölu til félagsmanna.
Önnur ársvæði SVAK koma síðan eitt af öðru í sölu en það gæti þó dregist fram í apríl/maí eða þangað til að veiðifélög úthluta okkur veiðidögum fyrir sumarið 2016.
Fylgist með hér á heimasíðunni,á fjésbókarsíðu félagsins og tölvupósti.Öll umfjöllun og fréttir af veiðisvæðum fer fram á á heima- og fjésbókarsíðu félagsins.
Ef einhverjar spurningar vakna sendið okkur póst á svak@svak.is .