Fréttir

11 mar. 2016

Hnýtingarkvöld og fluguhnýtingarkeppni

Við höldum nú áfram með hnýtigakvöldin okkar og hittumst næst á mánudaginn 14.mars kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti.
Hnýtingakvöldin eru tilvalin fyrir þá sem vilja hnýta i skemmtilegum félagsskap, fá aðstoð við hnýtingarnar eða bara sýna sig og sjá aðra og hlusta á góðar veiðisögur.
Vanir menn á staðnum sem aðstoða þá sem það vilja.
Félagið á einnig talsvert af hnýtingaefni og áhöldum sem gestum er velkomið að nýta.
Alltar heitt á könnunni og kexkökur með.

Samkeppnin um áhugaverðustu SVAK silunga- og laxafluguna er einnig að fara í gang þ.s dómnefnd velur áhugaverðustu silunga og laxafluguna og verðlaunar fyrir.

Keppnin er í tveimur flokkum:
• Silungsfluga hnýtt á krók nr. 10, 12 eða 14
• Laxafluga hnýtt á krók nr. 10 eða 12
• Keppendur mega senda inn annan hvorn flokkinn, eða bæði silunga- og laxaflugu.

Keppnisreglur:
Flugurnar mega ekki hafa verið í sölu og þurfa að vera frumsmíð höfunda.
Flugunum skal undir dulnefni komið á heimilissfangið, Guðrún Una Jónsdóttir Heiðarlundi 4 i 600 Akureyri eigi síðar en 15. maí 2016.
Niðurstaða dómnefndar skilar áliti sínu í lok maímánaðar.
Flugan/flugurnar skal vera í lokuðu umslagi tveimur eintökum af hvorri flugu, ásamt lýsingu á því hvernig flugurnar urðu til og nafn flugunnar.
Í umslaginu skal einnig vera annað lokað umslag með dulnafni höfundar ásamt réttu nafni og heimilisfang, einnig netfang/símanúmer.
Rétt er að taka fram að í silungsfluguflokknum koma jafnt til greina púpur, straum- og þurrflugur.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.