Fréttir

25 feb. 2016

Menn hnýttu í Zonta á dögunum

Já menn hnýttu í Zontahúsinu fyrir skömmu eins og enginn væri morgundagurinn. Þema kvöldsins var púpur enda ómissandi í vorveiðina sem senn brestur á.
Með hækkandi sól er nauðsynlegt að fylla á fluguboxin og því ekki að grípa tækifærið og hnýta í góðum félagsskap?
Næsta hnýtingarkvöld SVAK verður haldið mánudaginn 14.mars kl 20 á í Zontahúsinu við Aðalstræti 54.
Vanir menn á staðnum sem veita leiðsögn í listinni sé þess óskað. Einnig hægt að fá áhöld og efni til hnýtinga.
Allir velkomnir byrjendur sem lengra komnir.
Alltaf heitt á könnunni og notaleg stemning.Meðfylgjandi mynd er tekin á síðasta hnýtingarkvöldi en þarna má sjá Guðmund Ármann stjórnarmann SVAK og hnýtingarmeistara leiðbeina einum gestanna.
Efri myndin er af Jóni Braga stjórnarmanni í SVAK en hann er margverðlaunaður fyrir flugurnar sínar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.