Fréttir

07 feb. 2016

Hnýtingarkvöld 15.febrúar

Jæja gott fólk þá er komið að fyrsta hnýtingakvöldinu hjá SVAK í vetur en það verður mánudaginn 15.febrúar kl 20 í Zontahúsinu við Aðalstræti 54.
Í vetur ætlum við að bjóða uppá þemakvöld og fyrsta hnýtingarkvöldið verður helgað púpum sem nauðsynlegt er að hafa klárar í boxinu áður en vorveiðin í vötnunum hefst.
Þessi kvöld er öllum ætluð,byrjendum sem lengra komnum og eru ykkur að kostnaðarlausu.Við bjóðum uppá efni, áhöld og leiðsögn sé þess óskað en ykkur er líka velkomið að taka ykkar hnýtingargræjur með.

Auk þessa ætlum við að efna til samkeppni um flottustu SVAK fluguna árið 2016 þ.s verðlaun verða í boði.
Sérstök dómnefnd mun sjá um að velja flottustu fluguna. Nánar um skiladag og hvert skal skila flugunum síðar en þið getið hafist handa við að hanna flugu ársins og hafið frjálsar hendur til þess.

Það er ómiss­andi hluti af und­ir­bún­ingi kom­andi veiðisum­ars að hnýta flug­ur í góðum fé­lags­skap og fyr­ir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í hnýt­ing­um er ómet­an­legt að fá góð ráð varðandi veiði og hnýt­ing­ar frá mönn­um með ára­tugareynslu á bak­inu.

Vonumst því til að sjá sem flest ykkar í Zontahúsinu mánudaginn 15.febrúar kl 20.
Alltaf heitt á könnunni og notaleg stemning.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.