Fréttir

24 jan. 2016

Vetrarstarf SVAK-dagskrá

Nú er formleg vetrardagskrá Stangveiðifélags Akureyrar að fara í gang.  Dagskráin verður með líku sniði og síðustu ár þar sem boðið verður upp á fyrirlestra, kastkennslu og hnýtingarkvöld þar sem við fáum valinkunna kappa til að fara yfir hlutina með okkur.  Dagskráin er ekki fullmótuð en þó eru nokkrir atburðir komnir á listann.  Á listann eiga eftir að bætast nokkrir fyrirlestrar en dagsetning þeirra er ekki klár sem stendur.

Fyrsti fyrirlesturinn verður þann 1. Febrúar í Golfskálanum að Jaðri en þar mun Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga fjalla um stórtæk áform á sjókvíaeldi við Ísland.  Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00 og er öllum opinn.

Aðrir viðburðir sem búið er að festa eru eftirfarandi:

Mánudaginn 15. febrúar verður hnýtingakvöld í Zontahúsinu klukkan 20:00

Sunnudaginn 21. Febrúar verður kastkennsla í Íþróttahöllinni klukkan 10:30. Konur eru sérstaklega boðnar velkomnar í tilefni dagsins.

Sunnudaginn 28. Febrúar verður kastkennsla í Íþróttahöllinni klukkan 10:30

Sunnudaginn 6. Mars verður kastkennsla í Íþróttahöllinni klukkan 10:30

Mánudaginn 14. Mars verður hnýtingakvöld í Zontahúsinu klukkan 20:00

Mánudaginn 4. Apríl verður hnýtingakvöld í Zontahúsinu klukkan 20:00

Þegar líða fer á vorið munu verða auglýstir fleiri fyrirlestrar en nánari upplýsingar um þá verða birtar á heimasíðu félagsins og á fésbókarsíðu félagsins www.facebook.com/svak

Boðið verður upp á stangir í kastkennslunni en að sjálfsögðu er óhætt að mæta með eigin stöng og æfa sig fyrir sumarið.

Á hnýtingarkvöldunum verður boðið upp á efni og verkfæri auk leiðsagnar þannig að það er tilvalið fyrir þá sem hafa áhugann en vantar grunninn að koma og læra af reyndari mönnum

Hnýtingar- og kastkennslan verður öllum opin óháð félagsaðild en vilji menn ganga í félagið er hægt að gera það á heimasíðu félagsins www.svak.is og öðlast þannig afslátt á veiðileyfakaupum í gegn um heimasíðuna.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.