Fréttir

07 sep. 2015

Styttist í endann á veiðisumrinu

Þá fer nú að styttast í annan endann á veiðisumrinu á svæðum SVAK.
Hraun og Syðra Fjall hafa þegar lokað og var ásókn og veiði með betra móti.

Öll svæði Svarfaðardalsár eru opin að venju til 10.september og því um að gera fyrir veiðimenn að tryggja sér síðustu stangirnar í ánni.

Ólafsfjarðará er opin til 20.september og ennþá eru lausar stangir í ánni á tímabilinu 16-20.sept. en veiði í ánni hefur heldur verið að aukast nú í lok ágúst og byrjun september og menn verið að setja í laxa í þokkabót.

Hörgá lokar 1.október fyrir utan svæði 1,2,4b og 5b sem loka núna 10.september.
Veiði í Hörgá hefur verið með minna móti en menn verið að fá vænar bleikjur úr ánni.

Fjarðará í Hvalvatnsfirði er opin til 30.september.

Veiðileyfi hjá SVAK má nálgast hér: http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33

Við minnum veiðimenn okkar einnig á að skila inn veiðitölum í rafrænu veiðibókina hjá SVAK en þær upplýsingar eru okkur ómetanlegar. Athugðið að líka þarf að skila inn núllskýrslum. Sjá hér;http://www.svak.is/veidibok/login.asp

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.