Fréttir

05 sep. 2015

Ólafsfjarðará farin að gefa betur

Ólafsfjarðará hefur verið mörgum veiðimanninum erfið í sumar, mikil og ísköld og veiði eftir því.
Þegar líða tók á ágústmánuð fór þó að bera meira á fiski og gerðu veiðimenn sem voru á svæðinu uppúr 20.ágúst mjög góða veiði í ánni.
Þá bárust þær fregnir gegnum veiðivörð árinnar að 9 punda lax hefði náðst í ánni en höfum því enga mynd því til sönnunar.
Formaður SVAK skrapp dagspart í ána fyrir helgina og datt heldur betur í lukkupottinn í Kálfsárhyl þ.s bleikjan var í virkilegu stuði fyrsta klukkutímann og tóku vel á annan tug bleikja.

 

Eftir bleikjufjörið hélt formaðurinn uppá svokallaða Breiðu og tók nokkur köst og áður en langt um leið var hún búin að landa fallegum smálaxi.
Það er því ekki eftir neinu að bíða veiðimenn góðir. Fjörðurinn fagri bíður ykkar. Eigum enn talsvert eftir af lausum leyfum í ánni en hún lokar 20. september.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.