Fréttir

09 ágú. 2015

Hörgá að gefa fallega fiska

Þá er veiðisumarið komið vel á veg og bleikjuveiðin verið misjöfn það sem af er sumri ef sumar skyldi kalla :/
Veiði í Hörgá fór hægt af stað en er nú heldur að aukast.

Okkur bárust fregnir af veiðimanni sem var við veiðar á svæði 3 fyrripartinn í gær og fyrradag sem setti í á annan tug bleikja og tókst að landa 12 fiskum. Þetta voru fallegar bleikjur og um þriðjungur í kringum 50 sm og vel vænar. Sumar voru orðnar nokkuð legnar en tökugleðin var mikil og dönsuðu þær í kringum fluguna eins og enginn væri morgundagurinn.

Áin var nokkuð tær þrátt fyrir vatnsveðrið mikla en auðvitað nokkuð mikið vatn eins og við var að búast. Veiðisvæðið hefur breytt sér nokkuð frá því í fyrra, gamlir veiðistaðir horfnir en nýjir komnir í staðinn sen gerir ána svo skemmtilega.Flestir fiskarnir fengust í kringum Ytri Tungnárós og upp við Steðja. Flugur eins og Heimasætan, Krókurinn og Nobblerar í ljósum lit voru vinsælar. Flotlína með sökkenda hentaði vel í tiltölulega miklu vatni.

Menn hafa einnig verið að fá fallegar bleikjur á svæði 4a og 4b í  Hörgá, sú stærsta 61 sm og og rúm 4 pund sem veiddist við Gerði á 4 b.

Þá hefur bleikjuveiðin á 5 a einnig verið að glæðast en um 10 bleikjur eru skráðar í Bægisárgili á laugardaginn.
Við fréttum einnig af ungum veiðimönnum sem voru á svæði 5 a í Hörgá og eltust við urriða í erfiðum aðstæðum í rigningunni miklu og náðu þeir nokkrum á land, sá stærsti um 3 pund eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan en veiðimaðurinn er Alexander Kristjánsson.

Nánari umfjöllun og fleiri veiðimyndir er að finna á fjésbókarsíðu Stangveiðifélags Akureyrar ásamt lifandi leiðsögn um öll svæði Hörgár sem Þóroddur Sveinsson útbjó.

Hvetjum veiðimenn til að vera duglega að senda okkur veiðifréttir ásamt myndum.

Þá viljum við einnig nota tækifærið og minna á skráningu í rafrænu veiðibókina hjá SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.