Fréttir

18 júl. 2015

Búið að opna út í Fjörður

Búið er að opna út í Fjörður en eins og er að þá er ekki ráðlegt að fara þangað nema á jeppa eða þokkalegum jeppling.
Aðdáendur Fjarðarár í Hvalvatnsfirði geta því heldur betur glaðst og farið að tryggja sér veiðileyfi. Ekki er nákvæmlega vitað um ástand árinnar en eins er víst að hún sé tær þ.s kalt hefur verið nyrðra síðustu daga og vikur. Seldar eru 4 stangir á dag sem gilda á öllu svæðinu. Veiðitími er frjáls frá kl.06:00 -24:00 Sjóbleikja er í Fjarðará og er algeng stærð frá 1-2,5 pund. Einstaka sinnum veiðast lax og sjóbirtingar á svæðinu, en uppistaðan í veiðinni er sjóbleikja. Allt leyfilegt agn (maðkur, fluga og spúnn) er leyft á svæðinu. Flugan er sterk um alla á, á ósasvæðinu eru kúluhausar og þurrflugur að virka vel, en á efri svæðunum koma straumflugurnar sterkari inn. Spúnninn er helst notaður á ósasvæðinu og jafnvel út við sjó, þá eru þyrluspúnar að virka vel, t.d. Finnska Lippan. Maðkurinn er sterkur í efri hluta árinnar, í beygjum og pittum þar sem fiskurinn getur legið.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.