Fréttir

16 júl. 2015

Námskeið í boði í ágúst. Svak meðlimir fá afslátt.

Það borgar sig að vera í SVAK því meðlimir fá afslátt á veiðileyfum á fjölmörgum stöðum.

Einnig fá þeir afslætti á ýmis námskeið sem í boði eru.
Lærðu á veiðisvæðið er t.d. eitt af þeim námskeiðum.

Í ágúst fara af stað námskeið á völdum veiðisvæðum og bíðst SVAK félagsmönnum námskeiðin á afsláttarkjörum
Hver hefur ekki lent í því að langa að fara veiða á einhverju veiðisvæði en ekki farið því hann/hún þekkir ekki til svæðisins.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði hvers svæðis fyrir sig t.d. hvaða veiðiaðferð er best að nota, hvaða flugur virka best á hverjum stað fyrir sig og hvar helstu veiðistaðir eru o.s.frv. Inn í námskeiðsgjaldi er veiðileyfi þannig að námskeiðið bíður upp á fræðslu og veiði.

Námskeiðin fara fram á eftirfarandi svæðum.
Hörgá öll svæði í boði hálfur dagur. Almennt verð 15.000/ Svak verð 12.000 20% afsláttur

Eyjafjarðará svæði 0-4 hálfur dagur. Almennt verð 15.000/ Svak verð 12.000 20% afsláttur

Eyjafjarðará svæði 5 hálfur dagur. Almennt verð 17.900/ Svak verð 14.000 22% afsláttur

Efra hraun, Neðra Hraun hálfur dagur. Almennt verð 17.000/ Svak verð 12.000 30% afsláttur

Syðra Fjall hálfur dagur. Almennt verð 17.000/ Svak verð 12.000 30% afsláttur

Ólafsfjarðará neðra og efra svæði heill dagur. Almennt v. 22.000/ Svak verð 18.000 18% afsl.

Mýrarkvísl, Laxveiði í ágúst/sept. Nánari upplýsingar gefnar í tölvupósti.

Lónsá á Langanesi heill dagur. Almennt verð 29.000/ Svak verð 20.000 31% afsláttur

Ljósavatn hálfur dagur. Almennt verð 9.900/ Svak verð 7.500 25% afsláttur

Vestmannsvatn hálfur dagur. Almennt verð 9.900/ Svak verð 7.500 25% afsláttur

Langavatn hálfur dagur. Almennt verð 9.900/ Svak verð 7.500 25% afsláttur

Kringluvatn hálfur dagur. Almennt verð 9.900/ Svak verð 7.500 25% afsláttur

Kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu almennt verð 10.000/ Svak verð 7.500 25% afsláttur

Námskeiðin er tilvalin gjöf fyrir alla veiðimenn.
Athugið að námskeið getur fallið niður sé ekki næg þátttaka.
Námskeiðshaldari er Valdimar Valsson en hann er reyndur veiðimaður ásamt því að hafa starfað sem veiðileiðsögumaður um nokkur ára skeið.
Áhugasamir hafið samband með tölvupósti á maddiiceland@hotmail.com

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.