Fréttir

22 jún. 2015

Fjarðará í Hvalvatnsfirði komin í vefsölu SVAK

Fjarðará í Hvalvatnsfirði er komin inná vefsölu SVAK en áin opnar 4.júlí. Mikill snjóþungi er á leiðinni út i Fjörður og vegurinn því lokaður eins og staðan er núna. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér aðstæður og færð áður en haldið er út i Fjörðinn fagra.
Fjarðará er sjóbleikjuveiðiá sem stangveiðifélagið Flúðir hefur haft á leigu um árabil en verið í umboðssölu hjá SVAK í nokkur ár.

Þetta er 4 stanga á sem er seld í heilum dögum veiðitími er frjáls frá kl 06-24, allt agn er leyfilegt.

Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og á sér marga aðdáendur sem bíða spenntir eftir að snjóa leysi og áin opni.

S.l sumar veiddust um 100 bleikjur í Fjarðará samkvæmt veiðibók SVAK en áin var lítið sótt vegna ófærðar fram eftir sumri en í fyrra var vegurinn ekki opnaður fyrr en um mánaðarmót júlí/ágúst vegna snjóþyngsla.
Við biðjum því stangveiðimenn að kynna sér vel aðstæður áður en haldið er útí Fjörðinn fagra með því að fara inn á vegagerdin.is og fylgjast með hér á heimasíðu okkar en við munum að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.