Fréttir

02 jún. 2015

Fréttir frá efra og neðra Hrauni.

Í dag var fyrsti dagurinn í veiði á Hrauni efra og neðra ásamt Syðra fjalli.
Það var ekki geðslegt veðrið sem opnunin bauð upp á sirka fjórar gráður,
norðan strekkingur og mikil rigning oft á tíðum.
Menn létu veðrið ekki á sig fá voru mættir á bakkann í slagviðrinu.
SVAK heyrði í veiðimönnum eftir daginn og höfðu þeir þetta að segja.

"Þetta var ekta kaldur sumardagur. Við tókum fyrri vaktina á Efra Hrauni og veiddum í sirka tvo og hálfan tíma. Fiskurinn var lítið að sýna sig af fyrrabragði og varð maður að
nota upstream eða þunga streamera með sökkenda til að verða var við fisk. Við vorum mikið að fá högg á nokkrum stöðum en þetta voru svo grannar tökur að maður náði ekki að bregða við einu sinni. Það er mjög algengt í svona kulda. Ég setti síðan í mjög fallegan urriða við Skáleyjarstíflu á upstream og tók hann pheasant tail. Ég var með stöng sem er lína 5 og ég var bara í mestu vandræðum að ráða við fiskinn slíkur var krafturinn í honum.
 
Á seinni vaktinni fórum við á Neðra Hraun og veiddum í sirka klukkutíma. Veiddum svæðið milli Engey og Torfi og fengum tvær mjög grannar tökur og reistum fisk þrisvar sinnum. Það var greinilega nóg af fiski þarna en það vantaði bara að það hitnaði um nokkrar gráður svo fiskurinn yrði gráðugri. Eins og ég sagði áðan veiddum við bara klukkutíma af seinni vaktinni því við vorum orðnir hund rennandi því það gerði alveg helli dembu.
Ég frétti síðan af veiðimanni sem fór seinna á Efra Hraun og var með 4 fiska  (53, 50, 46, 39 cm) allt á streamer með sökkenda. Þrír þeirra fengust í Hraunsstíflu og einn í Pálshyl og voru fiskarnir vel á sig komnir."


Næstu þrír dagar eru lausir á þessum svæðum en síðan er svæðið uppselt fram til 27.júní þannig það er um að gera að reyna komast næstu þrjá daga á þessi frábæru svæði því það er dágóður tími þangað til það sé möguleiki á því eftir það.
Til að kaupa leyfi á Efra Hrauni smellið hér.
Til að kaupa leyfi á Neðra Hrauni smellið hér.
Til að kaupa leyfi á Syðra Fjall smellið hér.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.