Fréttir

26 maí 2015

Svarfaðardalsá í forsölu 28.maí

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna SVAK þann 28.maí n.k  og stendur  til 4.júní.
                                           
Svarfaðardalsá er rómuð sjóbleikjuveiðiá en einnig er talsvert af sjóbirtingi og urriða í ánni. Bleikjuveiði í ánni var með ágætum í fyrrasumar og jókst talsvert á milli ára þrátt fyrir erfiðar aðstæður til veiða vegna vatnavaxta en alls veiddust yfir 600 bleikjur í ánni. Kom áin best út af sjóbleikjuveiðiám SVAK s.l sumar.

Myndin hér að ofan er að ungri veiðikonu Mildred Birtu með fallega bleikju af svæði 1 í fyrra.

Áin bíður uppá á 5 svæði þ.s tvær stangir eru á hverju þeirra og er aðgengi gott að flestum veiðistöðum. Veiðistaðir eru ekki merktir enda breytir áin sér talsvert á milli ára í vorleysingum. Svæðamörk eiga að vera vel merkt. Veiðitímabilið stendur yfir frá 1.júní -10.sept. Allt agn er leyfilegt.

  
                                                  
                                                 Fallegur hylur á svæði 5 í Svarfaðardalsá

Veiðileyfi í Svarfaðardalsá eru seld í heilum dögum og er stangarverð  kr 4000 fyrir félagsmenn SVAK eftir miðjan júlí (5000 fyrir utanfélagsmenn) en mun ódýrari fram að þeim tíma eða kr 1650 dagurinn fyrir félagsmenn (3000 kr fyrir utanfélagsmenn). 

Veiðileyfi má nálgast hér ofar á síðunni okkar uppi til vinstri undir Veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.