Fréttir

25 maí 2015

Styttist í opnun fleiri svæða hjá SVAK

Nú styttist í opnun fleiri svæða hjá SVAK. Svæði 1 og 2 í Hörgá hafa verið opin fyrir vorveiði frá 1.maí og verið ágætlega sótt.
Hraunsvæðin og Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal opna 2.júní en þessi svæði eru með flottustu urriðasvæðum landsins og rómuð fyrir góðar aðstæður til þurrfluguveiða. Svæðið er selt í hálfum dögum. Hér að ofan má sjá ungan og efnilegan veiðimann með fallegan fisk sem hann fékk á Syðra-Fjalli á SVAK deginum sem haldinn var á þessu svæði í fyrrasumar.

Eins og fyrr segir opnaðu svæði 1 og 2 í Hörgá þann 1.maí s.l og hafa menn séð talsvert af fiski á svæðinu og nokkrir fallegir hafa komið á land eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.Önnur svæði Hörgár opna 20.júní.


                  

Það styttist einnig í að Svarfaðardalsá komi í forsölu til félagsmanna en öll svæði árinnar opna 1.júní. Reikna má með að áin komi inná vefsölu SVAK rétt fyrir mánaðarmótin. Nánar auglýst síðar hér á síðunni og með tölvupósti til félagsmanna.

Bendum fólki á að ef það þarf að ná sambandi við okkur er best að senda tölvupóst á svak@svak.is en við brýn erindi má hringja síma 841-1588.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.