Fréttir

05 maí 2015

Búið að opna Hörgá

Ágætu veiðimenn.
Vildum bara minna á að svæði 1 og 2 í Hörgá opnuðu 1.maí og strax komnir flottir fiskar á land þrátt fyrir að vorið láti bíða eftir sér.
Svæði 1 og 2 í Hörgá opnuðu  fyrir vorveiði 1.maí þ.s eingöngu er leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski til 20.maí.

Önnur svæði Hörgár opna 20.júní.

Þetta er þriðja sumarið sem við opnum ána svona snemma og hefur þessi vorveiði gengið vel og nokkuð magn af sjóbirting veiðst ásamt bleikju.


Hörgá er gríðarlega skemmtileg á og stendur ávallt fyrir sínu þegar kemur að bleikjuveiði og er því ekki vitlaust að tryggja sér strax daga fyrir sumarið.

Meðlimir í SVAK fá 20% afslátt af veiðileyfum.


 
Látum fylgja frásögn Þórodds Sveinssonar af fyrsta veiðitúr ársins í Hörgá ásamt mynd af fyrsta fisknum  sem reyndist 50 sm urriði.
"Það var engum sem datt í hug að skella sér í Hörgána opnunardaginn 1. maí, nema mér. En það er ekkert nýtt. Ég var mættur í brúarhylinn á svæði 2 uppúr hálf átta, skaflar með öllum bökkum, hiti -2,4°C, mugga en logn. Áin kristal tær og vatnslítil, rann varla. Þegar ég hætti 4 tímum seinna enn á sama stað var hitinn kominn í +1,0°C og sólskin. Yndislegt! Þá var ég búinn að landa 4 fallegum fiskum á 4 mismunandi straumflugur, einum staðbundnum urriða og þremur björtum niðurgöngubleikjum. Brúarhylurinn var fullur af einstaklega stórum bleikjum sem flestar sýndu straumflugunum mínum lítinn áhuga þó að þær vissulega glefsuðu í þær og tvær vænar duttu af eftir nokkur átök. Hefði vissulega átt að púpa hylinn en þær voru skildar eftir heima og ég bara nennti ekki að skreppa heim eftir þeim.
Annars er erfitt að komast að ánni akandi vegna þess að nánast allir slóðar eru enn ófærir"

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.