Fréttir

02 maí 2015

Aðalfundi SVAK lokið

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar var haldinn s.l fimmtudag í Lionssalnum og var mæting með ágætum.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson var kosinn fundarstjóri eins og svo oft áður og Valdimar Heiðar fundarritari.
Formaður félagsins Guðrún Una Jónsdóttir flutti skýrslu formanns þ.s hún fór yfir starfsemi félagsins s.l ár í máli og myndum.
 Í skýrslunni kom fram að bryddað var uppá ýmsu í starfsemi félagsins á árinu sem leið og ásamt vikulegu hefðbundnu vetrarstarfi boðið uppá SVAK-daga af bökkum Hörgár og Hrauns með lifandi leiðsögn sem mæltist vel fyrir meðal þátttakenda.
 Þá fór hún yfir veiðitölur þeirra svæða sem eru í leigu og umboðssölu hjá SVAK sem voru misgóðar enda ár á Norðurlandi vatnsmiklar og litaðar langt fram eftir sumri.
Í skýrslunni kom einnig fram að um 200 félagar eru nú skráðir í SVAK en samkvæmt lögum félagsins eru þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið í tvö ár teknir útaf félagaskrá.
Formaður kom inná það í lokin að framtíðarsýnin væri enn öflugra félag með fleiri veiðisvæðum, ný og endurbætt heima- og sölusíða, meira samstarf meðal stangveiðifélaga á Norðurlandi og landsins alls,áframhaldandi ölugt vetrarstarf með nýju sniði og efling á unglinga og barnastarfi innan félagsins.

Að lokinni skýrslu formanns fór Jón Bragi Gunnarsson yfir ársreikninga félagsins. Félagið kom út í góðum plús eftir árið 2014 og stendur á traustum grunni fjárhagslega. Ársreikningar voru samþykktir samhljóða sem og skýrsla formanns.
Ný stjórn SVAK. F.h Guðmundur Ármann, Björn Hjálmarsson, Valdimar Heiðar Valsson, Halldór Ingvason,Guðrún Una Jónsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson og Stefán Gunnarsson.

Þá var gengið til kosninga. Guðrún Una Jónsdóttir var áfram kosin formaður félagsins en kosið er til formanns árlega. Þá komu nýir inní aðalstjórn Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Björn Hjálmarsson og Stefán Gunnarsson í varastjórn. En kosið er árlega um tvo meðstjórnendur og einn varamann. Áfram í stjórn sitja svo Halldór Ingvason, Jón Bragi Gunnarson sem fer úr varastjórn í aðalstjórn og Valdimar Heiðar Valsson í varastjórn. Úr stjórn gengu Sævar Örn Hafsteinsson, Hinrik Þórðarson og Arnar Þór Gunnarsson og þökkum við þeim ánægjulegt samstarf um leið og við bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna til starfa. Ný stjórn mun hittast strax í næstu viku og deila verkefnum sín á milli.

Endurskoðendur reikninga voru kosnir Hinrik Þórðarson og Finnbogi Jónsson til vara. Kristján Þór Júlíusson situr áfram sem endurskoðandi.

Þá var kosið  um hækkun árgjalds í félagið úr 5000 kr í 6000 kr og var sú hækkun samþykkt með miklum meirihluta. Mun þessi hækkun taka gildi árið 2016. Geta má þess að árgjald SVAK hefur verið óbreytt frá stofnun félagsins 2003.
 Þá var samþykkt tillaga um hækkun inngöngugjalds í félagið úr 9500 kr í 10.000 kr en innifalið í því er árgjald félagsins fyrsta árið.

Undir önnur mál fjallaði Erlendur Steinar um fyrirhugað sjókvíaeldi í Eyjafirði og lagði fram tillögu að áskorun til yfirvalda sem fundarmenn samþykktu samhljóða.

Áskorunin var svohljóðandi:
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar mótmælir harðlega fyrirhuguðu eldi á norskum laxi í Eyjafirði og skorar á stjórnvöld að banna allt sjókvíeldi á laxfiskum við Eyjafjörð.
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar skorar á yfirvöld að banna með öllu sjókvíeldi á norskum laxi, regnbogasilungi og öðrum ágengum framandi stofnum sem valdið geta skaða á vistkerfinu, spillt náttúrulegum fiskistofnum og ógnað líffræðilegri fjölbreytni.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.