Fréttir

26 apr. 2015

Efra Hraun, Neðra Hraun og Syðra Fjall komið í sölu

Nú voru að detta inn hjá okkur dagar á þremur mögnuðum svæðum í Laxá í Aðaldal. en það eru Efra Hraun, Neðra Hraun og Syðra Fjall.
Svæðin opna öll 1.júní og verða veiðileyfin seld í hálfum dögum.

Þessi svæði eru rómuð urriðasvæði og þá sérstaklega fyrir að vera skemmtileg svæði til að veiða á þurrflugu. Þeir sem mættu á þurrflugu fyrirlestur Bjarna Höskulds eru til vitnis um það að Bjarni lofaði þessum svæðum mikið til þurrfluguveiða.

Fá svæði í Laxá geyma jafn mikið af urriða og nær hann að jafnaði 3-5 punda stærð, fái hann að taka út vöxt sinn. Þeir eru þó til stærri. Meðalstærð urriðans á þessum svæðum hefur hins vegar farið minnkandi síðustu árin og ástæðan líklega sú að veiðimenn hafa verið gjarnir á að drepa stærstu fiskana.

Tvær stangir eru á hverju svæði og leyfilegt agn er einungis fluga.
Markmiðið er að byggja upp svæði þar sem veiðimenn geta sett í stóra fiska í hverjum streng. Því er aðeins leyfð fluguveiði og sleppa skal öllum fiskum yfir 40 cm.

Það er ekki spurning að enginn veiðimaður ætti að láta sumarið líða án þess að hafa veitt allavega einn dag á þessum svæðum. Þetta er frábær urriðaveiði og líklega sú besta miðað við verð á veiðileyfum.

Meðlimir í SVAK fá 20% afslátt af veiðileyfum.

Til að versla veiðileyfi á Efra Hraun smellið hér.
Til að versla veiðileyfi á Neðra Hraun smellið hér
Til að versla veiðileyfi á Syðra Fjall smellið hér

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.