Fréttir

15 apr. 2015

Viltu starfa með SVAK ?

Viltu starfa með okkur í Stangaveiðifélagi Akureyrar ? Okkur vantar alltaf fólk í stjórn og og aðrar nefndir.

Stangveiðifélag Akureyrar er nú á 12.starfsári sínu og í félaginu eru um 250 félagar.

Tilgangur félagsins er i meginatriðum þessi:
Að útvega félagsmönnum veiðileyfi.
Að stuðla að samstarfi á milli stangaveiðifélaga á Eyjafjarðarsvæðinu
Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina
Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskylduíþróttar
Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði
Að vinna að samstöðu stangaveiðimanna og standa vörð um hagsmuni þeirra
Að stuðla að góðri umgengni veiðimanna um náttúruna og veiðisvæðin

SVAK er leigutaki Ólafsfjarðarár á móti veiðifélaginu Flugunni. Að auki bjóðum við fólki uppá veiðileyfi í umboðssölu  í Hörgá, Svarfaðardalsá, Skjálfandafljóti, Hraunssvæðunum og Syðra-Fjalli í Laxá í Aðaldal og Fjarðará í Hvalvatnsfirði.

Yfir veturinn hefur SVAK haldið úti öflugu vetrarstarfi með fræðslu og fróðleik um stangveiði, árkynningum og námskeiðum í hnýtingum og flugukasti. Þá hefur félagið  boðið uppá hnýtingakvöld reglulega.
Í fyrrasumar buðum við einnig uppá lifandi leiðsögn við hluta ársvæða okkar.

Félagið heldur úti fjélsbókarsíðu ásamt heimasíðu sinni. Á heimasíðunni er m.a sölusíða veiðileyfa og veiðibók.

Í stjórn SVAK sitja 7 aðilar, 5 í stjórn og 2 í varastjórn. Aðalfundur félagsins verður haldinn í lok apríl.

Ef þig langar að slást í hópinn endilega hafðu samband með því að senda okkur póst á svak@svak.is eða hafa samband við Guðrúnu Unu formann félagsins í síma 8682825.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.