Fréttir

15 mar. 2015

Strandstangveiðin á morgun 16.mars

Minnum á pistil Skarhéðins Ásbjörnssonar um strandstangveiði á mánudaginn 16.mars kl 20 í Amaróhúsinu.

Strandstangveiði verður æ vinsælli við Íslands strendur og verður gaman að fræðast nánar um þessa tegund stangveiðar sem er góð viðbót við hina hefðbundnu stangveiði í ám og vötnum.

 Aflinn er fjölbreyttur, startkostnaður ekki hár og veiðileyfin kosta ekkert.

Þessi kynning á strandveiði er öllum opin og alltaf heitt á könnunni hjá okkur í Amaróhúsinu.

  


Annað framundan hjá SVAK:

21.mars Ísdorg á Skjálftavatni ef næg þátttaka fæst. Skráning á svak@svak.is eða í síma 8682825.

23.mars Hnýtingar og spjallkvöld í Zontahúsinu í Aðalstræti

30.mars Grænlandsbleikjan- Halldór Ingvason segir frá bleikjuævintýrinu á Grænlandi.

13.apríl Hvernig veiðir maður vötn- Guðmundur Ármann fyrirles. Andstreymisveiði- Högni Harðarson kennir okkur trixin...Amaróhúsið kl 20.

20.apríl Þurrfluguveiði- Bjarni Höskuldsson fyrirles. Amaróhúsið kl 20. Stefnt að námskeiði á bakkanum í vor/sumar.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.