Fréttir

10 mar. 2015

Kastdagur í Íþróttahöllinni

N.k laugardag 14.mars kl 11-12 býður SVAK uppá kastæfingar í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Hugsunin með þessu er að bjóða fólki, byrjendum sem lengra komnum að koma í Höllina og æfa fluguköstin  hvort sem er með einhendum eða tvíhendum. Kannski eiga einhverjir eftir að prófa jólagjafirnar og er þetta upplagt tækifæri til þess.

Reynsluboltar í fluguköstum á staðnum sem eru tilbúnir í að leiðbeina fólki ef þess er óskað.

Þá býður verslunin Veiðivörur gestum uppá að prufa það nýjasta í stöngum og línum.

Láttu sjá þig og taktu stangirnar með eða prófaðu nýjustu græjurnar í vinsælustu merkjunum í stöngum og linum.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.