Fréttir

08 mar. 2015

Opið hús á mánudaginn 9/3


Við minnum á opið hús í Amaróhúsinu við verslunina Veiðivörur á morgun mánudag kl 20.

Þóroddur Sveinsson lektor Landbúnaðrháskóla Íslands og Hörgárunnandi hefur verið fastagestur í vetrarstarfinu hjá SVAK undanfarin ár enda  býr maðurinn yfir hafsjó að fróðleik um flest sem viðkemur stangveiði.

 Að þessu sinni ætlar hann að ræða um skipulag efnistöku í Hörgá og veiðina 2014.
Kynnt verður umhverfismat á áhrifum efnistöku á lífríki í og við Hörgá en einnig rabbað um veiðina almennt í Hörgá undanfarin ár.

Eins og alltaf að þá eru allir velkomnir og rjúkandi heitt á könnunni og með því.

Næstu viðburðir hjá SVAK:

16.mars Strandveiði- er það eitthvað fyrir okkur ? Skarphéðinn Ásbjörnsson fyrirles. Amaróhúsið kl 20.

21.mars Ísdorg á Skjálftavatni ef næg þátttaka fæst. Skráning á svak@svak.is eða í síma 8682825.

23.mars Hnýtingar og spjallkvöld í Zontahúsinu í Aðalstræti

30.mars Grænlandsbleikjan- Halldór Ingvason segir frá bleikjuævintýrinu á Grænlandi.

13.apríl Hvernig veiðir maður vötn- Guðmundur Ármann fyrirles. Andstreymisveiði- Högni Harðarson kennir okkur trixin...Amaróhúsið kl 20.

20.apríl Þurrfluguveiði- Bjarni Höskuldsson fyrirles. Amaróhúsið kl 20. Stefnt að námskeiði á bakkanum í vor/sumar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.