Fréttir

04 mar. 2015

Lónsá komin í forsölu til félagsmanna SVAK

Lónsá á Langanesi er nú komin í forsölu til félagsmanna SVAK og stendur hún til 15.mars.Hægt er að kaupa sér leyfi hér á heimasíðu SVAK undir veiðileyfi.
Lónsá er lítil veiðiperla á Langanesi sem leynir á sér. Lónsá er í um 5 mínútna fjarlægð frá Þórshöfn og rennur áin í sjóin stutt frá bænum Ytra Lóni. Lónsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir góða sjóbleikju veiði en bæði sjóbirtingur og staðbundin urriði hefur aukist mikið síðustu ár. Lónsá hentar einstaklega vel til þurrfluguveiða en einnig veiðist ágætlega á hefðbundnar straumflugur og púpur. Á fyrri helmingi tímabilsins í apríl, maí og júní er aðalega veiði á ósasvæðinu og í Sauðaneslóni ásamt staðbundinum urriða ofar í ánni. Í maí og júni getur verið hreint æfintýraleg veiði á bleikju og sjóbirting sem lónir á ósasvæðinu í æti og við þær aðstæður geta menn nánast verið að fá fisk í hverju kasti. Í júlí byrjar svo bleikjan að ganga upp í ána og eru því Júlí, ágúst og september yfirleitt bestu mánuðirnir til bleikjuveiða. Á haustin má einnig merkja norrkrar göngur af sjóbirtingi en haustveiðin hefur í raun og veru ekki verið nógu vel rannsökuð fram að þessu.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.