Fréttir

04 mar. 2015

Efnistaka í Hörgá og veiðin s.l sumar

Þóroddur Sveinsson lektor Landbúnaðrháskóla Íslands og Hörgárunnandi hefur verið fastagestur í vetrarstarfinu hjá SVAK undanfarin ár enda  býr maðurinn yfir hafsjó að fróðleik um flest sem viðkemur stangveiði.

Hann heiðrar okkur enn og aftur með nærveru sinni í Amaróhúsinu mánudaginn 9.mars kl 20. Að þessu sinni ætlar hann að ræða um skipulag efnistöku í Hörgá og veiðina 2014.
Kynnt verður umhverfismat á áhrifum efnistöku á lífríki í og við Hörgá en einnig rabbað um veiðina almennt í Hörgá undanfarin ár.
Eins og alltaf að þá eru allir velkomnir og rjúkandi heitt á könnunni og með því.

Næstu viðburðir hjá SVAK:
16.mars Strandveiði- er það eitthvað fyrir okkur ?
21.mars Ísdorg á Skjálftavatni ef næg þátttaka fæst.
23.mars Hnýtingar og spjallkvöld í Zontahúsinu.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.